Erlent

Hägglund hættir sem formaður Kristilegra demókrata

Atli Ísleifsson skrifar
Hägglund var félagsmálaráðherra Svíþjóðar frá 2006 til 2014.
Hägglund var félagsmálaráðherra Svíþjóðar frá 2006 til 2014. Mynd/kristdemokraterna
Göran Hägglund, formaður Kristilegra demókrata í Svíþjóð, tilkynnti í morgun að hann hyggst hætta sem formaður flokksins.

Hägglund tók sæti á þingi fyrir Kristilega demókrata árið 1991 og hefur verið formaður flokksins frá árinu 2004. Hann var félagsmálaráðherra í ríkisstjórn Fredriks Reinfeldt á árunum 2006 til 2014.

Hägglund sagðist hafa tekið ákvörðunina um síðustu jól og segir að boðað verði til auka landsfundar í vor.

Hägglund tók við formannsembættinu árið 204 af Alf Svensson sem hafði þá gegnt formannsembættinu frá 1971.

Kristilegir demókratar hlutu 4,6 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum og sextán þingsæti.


Tengdar fréttir

Líklegt að sænskir kjósendur leiti til stóru flokkanna

Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, lektor í alþjóðastjórnmálum við Háskólann í Malmö, telur að sænskir kjósendur muni fyrst og fremst kjósa þannig að það náist einhver stöðugleiki í sænsk stjórnmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×