Viðskipti erlent

Hyundai-Kia kaupir eigin hlutabréf til að friðþægja reiða fjárfesta

Finnur Thorlacius skrifar
Höfuðstöðvar Hyundai.
Höfuðstöðvar Hyundai. Autoblog
Sú ákvörðun Hyundai, sem einnig á bílaframleiðandann Kia, að kaupa gríðarmikið land undir nýjar höfuðstöðvar sínar hafa dregið dilk á eftir sér. Mikil reiði blossaði upp í hópi fjárfesta í fyrirtækinu, en ákvörðinin um kaupin á landinu varð til mikillar lækkunar á bréfum í Hyundai-Kia, enda voru þau langdýrustu kaup í sögu S-Kóreu á landi.

Til að friðþægja þá nú er Hyundai-Kia að kaupa til baka 615 milljón dollara virði af eigin bréfum, í báðum fyrirtækjunum. Við þessa aðgerð hafa hlutabréf í Hyundai hækkað um 5,7% og um 2% í Kia. Þessi hækkun hefur samt ekki vegið upp á móti því mikla falli sem varð á bréfunum. Þá er bara að sjá hvað fyrirtækið tekur uppá næst til að minnka óánægju fjárfestanna. Kannski bara að selja fleiri og betri bíla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×