Innlent

Hyggst ekki að leita heimildar Alþingis til að selja Rás 2

Atli Ísleifsson skrifar
Björn Valur Gíslason, varaþingmaður VG, og Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra.
Björn Valur Gíslason, varaþingmaður VG, og Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, áformar ekki að leita heimildar Alþingis til að selja Rás 2 Ríkisútvarpsins. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Björns Vals Gíslasonar, varaþingmanns Vinstri Grænna.

„Nei, enda er það alfarið á forræði og ábyrgð stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. að taka slíka ákvörðun samkvæmt lögum,“ segir í svari ráðherrans.

Ráðherrann svarar því sama til við spurningunni hvort ráðherra hafi í hyggju að leita heimildar Alþingis til að selja aðrar deildir eða einingar Ríkisútvarpsins eða Ríkisútvarpið í heild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×