Innlent

Hyggjast friða Hljómskálann

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hljómskálinn var byggður 1922.
Hljómskálinn var byggður 1922. vísir/stefán
„Hljómskálinn við Reykjavíkurtjörn hefur menningarsögulegt gildi sem fyrsta hús á landinu sem byggt var sérstaklega fyrir tónlistar­starfsemi,“ segir í rökstuðningi Minjastofnunar Íslands fyrir því að ytra byrði Hljómskálans verði friðlýst.

Skálinn er teiknaður af Guðmundi H. Þorlákssyni húsameistara og reis árið 1922. „Byggingarstíll Hljómskálans ber öll einkenni steinsteypuklassíkur en lögun hans og uppbygging gerir mannvirkið einstakt í íslenskri byggingarsögu,“ segir Minjastofnun í umsögninni sem Borgarsögusafn Reykjavíkur tekur jafnframt undir. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×