Innlent

Hyggja á samráð við foreldra við ráðningu skólastjórnenda

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ásamt meirihlutanum segist ánægður með að skólastjórar verði framvegis ráðnir faglega en ekki pólitískt.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ásamt meirihlutanum segist ánægður með að skólastjórar verði framvegis ráðnir faglega en ekki pólitískt. Fréttablaðið/Stefán
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að setja á fót starfshóp um það hvernig auka megi samráð við foreldra varðandi meiriháttar ákvarðanir um skólahald.

Tillaga meirihlutans um þetta var breytingartillaga við tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að við ráðningu í stöðu skólastjóra og leikskólastjóra skuli gefa foreldrafélagi, skólaráði og foreldraráði kost á samráði um málið. Þessir aðilar gætu síðan mælt með ákveðnum umsækjanda eða bent á atriði sem æskilegt væri að leggja áherslu við ráðninguna.

Þar sem breytingartillaga meirihlutaflokkanna var samþykkt voru ekki greidd atkvæði um tillögu sjálfstæðismanna sem gagnrýndu þau vinnubrögð.

„Fulltrúar vinstri meirihlutans tala jafnan fjálglega um opnari stjórnsýslu og aukna aðkomu borgarbúa að ákvörðunum en treysta sér ekki til að samþykkja tillögur Sjálfstæðisflokksins um að auka aðkomu foreldra að skólamálum samkvæmt aðferðum sem eru þrautreyndar erlendis og hafa gefið góða raun,“ bókuðu sjálfstæðismenn.

Borgarfulltrúar meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lýsti fyrir sitt leyti yfir ánægju með að ráðningar skólastjórnenda yrðu framvegis á forræði fagsviðsins en ekki kjörinna fulltrúa „til að hafið sé yfir vafa að faglegt samanburðarmat á hæfni umsækjenda en ekki pólitísk sjónarmið ráði för“.


Tengdar fréttir

Breyta skipulagi fyrir ylströnd við Urriðavatn

Nýr baðstaður nærri Fellabæ á að auka möguleika á afþreyingu á Héraði. Nýta á vatn frá borholum í Urriðavatni fyrir heita potta og ylströnd sem loka á af frá öðrum hluta vatnsins. Í því ku vera furðudýrið Tuska sem sást síðast um 1900.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×