Handbolti

Hvorki heyrst frá IHF né EHF

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ.
Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ. Vísir/Vilhelm
IHF hefur ekki svarað kröfunni sem Handknattleikssamband Íslands,HSÍ, birti á heimasíðu sinni og sendi til Alþjóða- og evrópska handknattleikssambandsins í gær. Þetta staðfesti Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, þegar Vísir heyrði í honum rétt í þessu.

Yfirlýsing HSÍ var beinskeitt þar sem óskað var þess að IHF og EHF myndu draga til baka ákvörðun sína um að úthluta Þýskalandi lausu sæti á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar 2015. Hafði EHF þegar tilkynnt að Ísland væri fyrsta varaþjóðin inn frá Evrópu.

Í tilkynningunni óskaði HSÍ eftir svari sem fyrir miðnætti í kvöld en samböndin virðast taka sinn tíma í að svara en afar erfitt hefur verið að ná í forráðamenn sambandanna í kjölfar ákvörðuninnar.


Tengdar fréttir

Laug EHF að handboltaforystu Íslands?

Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ.

Svona var reglunum breytt hjá IHF

Varaforseti Handknattleikssambands Evrópu sat fundinn mikilvæga þar sem Þýskalandi var hleypt inn á HM í handbolta.

Ísland á að fara dómstólaleiðina

Ritstjóri þýska vikuritsins Handball Woche telur að handboltaforystan á Íslandi eigi að fara með ákvörðun IHF að hleypa Þýskalandi á HM í Katar fyrir dómstóla.

HSÍ krefst þess að Ísland fái sæti á HM 2015

Handknattleikssamband Íslands hefur krafist þess að Alþjóðahandknattleikssambandið dragi til baka ákvörðun sína að úthluta Þýskalandi lausu sæti á HM í Katar 2015 og úthluti íslenska liðinu sætið líkt og evrópska handknattleikssambandið hafði lofað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×