Erlent

Hvítvíns- og hvítlaukslegin gæludýr í jólamatinn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Matvælaeftirlitið í Sviss segir að bannað sé að selja hunda- og kattakjöt en að fólki sé þó leyfilegt að borða sín eigin gæludýr.
Matvælaeftirlitið í Sviss segir að bannað sé að selja hunda- og kattakjöt en að fólki sé þó leyfilegt að borða sín eigin gæludýr. vísir/getty
Dýraverndunarsamtök í Sviss afhentu í dag forseta svissneska þingsins undirskriftalista þess efnis að katta- og hundaát í landinu verði bannað. Sextán þúsund rituðu nafn sitt á listann.

Hefð er fyrir því sums staðar í Sviss að bjóða upp á ketti í jólamatinn, oftast hvítvíns- og hvítlaukslegna. Þá eru dæmi þess að borðað sé hunda- eða kattakjöt yfir hátíðarnar.

Dýraverndunarsinnar segja hundruð þúsunda Svisslendinga borða hunda og ketti og krefjast þessa að það verði gert ólöglegt hið snarasta.  Matvælaeftirlitið í Sviss segir að bannað sé að selja hunda- og kattakjöt en að fólki sé þó leyfilegt að borða sín eigin gæludýr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×