Erlent

Hvítur maður nýr forseti Sambíu

Atli Ísleifsson skrifar
Guy Scott, nýr forseti Sambíu.
Guy Scott, nýr forseti Sambíu. Vísir/AFP
Guy Scott, varaforseti Sambíu, hefur tekið tímabundið við forsetaembættinu í landinu eftir að Michael Sata Sambíuforseti lést í London í gær.

Í frétt BBC kemur fram að Scott sé fyrsti hvíti þjóðhöfðinginn í Afríku frá því að FW de Klerk gegndi forsetaembættinu í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar.

Edgar Lungu, varnarmálaráðherra landsins, segir að kosningar verði haldnar til að kjósa næsta forseta landsins innan 90 daga.

Sata lést í London í gær, 77 ára aldri, þar sem hann hafði fengið meðferð við ótilgreindum sjúkdómi. Sata lést einungis nokkrum dögum eftir að Sambíumenn fögnuðu 50 ára afmæli aðskilnaðar frá Bretum.

Sata er annar leiðtogi Sambíu sem deyr í embætti, en Levy Mwanawasa forseti lést árið 2008. Sata tók við forsetaembættinu árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×