Lífið

Hvítir karlmenn klipptir út úr myndbandinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Myndband af konu sem gengur um New York borg í tíu klukkutíma og fær á meðan yfir sig hundrað athugasemdir frá karlmönnum hefur vakið mikla athygli frá því að það var birt fyrr í vikunni.

Twitter-notandinn Roxane Gay kom auga á að flestir karlmennirnir í myndbandinu væru þeldökkir eða af spænskum uppruna og velti þeirri spurningu upp á Twitter hvort konan hefði ekki gengið í gegnum nein hverfi þar sem hvítir væru í meirihluta.

Samtökin Hollaback og markaðsstofan Rob Bliss Creative standa á bak við myndbandið og hefur Rob Blisssvarað þessari spurningu Roxane á Reddit.

„Við tókum upp nokkra hvíta karlmenn en af einhverjum ástæðum náðist ekki að taka upp það sem þeir sögðu,“ skrifar Rob og bætir við að stundum hafi sírenuhljóð eyðilagt hljóðupptöku af orðum karlmannanna.

Þá segir Rob að lokaútgáfa myndbandsins sýni ekki allt sem gerðist þegar konan rölti um borgina. 


Tengdar fréttir

Fær nauðgunarhótanir í kjölfar myndbands

Leikkonan sem labbaði um New York og fékk yfir 100 athugasemdir frá karlmönnum á þeim tíma hefur fengið nauðgunarhótanir á netinu vegna myndbandsins sem tekið var upp á meðan hún gekk um borgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×