ŢRIĐJUDAGUR 26. JÚLÍ NÝJAST 10:00

Tengdamóđur valdamesta mannsins í Formúlu 1 rćnt í Brasilíu

SPORT

Hvíta-Rússland tapađi fyrir Argentínu

 
Handbolti
14:50 08. JANÚAR 2016
Hvíta-Rússland tapađi fyrir Argentínu
VÍSIR/GETTY

Hvíta-Rússland tapaði í dag fyrir Argentínu, 29-28, í æfingaleik. Hvít-Rússar eru nú eins og Íslendingar að undirbúa sig fyrir EM í Póllandi en liðin eru bæði í B-riðli.

Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í öðrum leik sínum í riðlakeppninni sunnudaginn 17. janúar en Noregur og Króatía eru einnig í sama riðli.

Hvít-Rússar eru nú að fara að keppa á sínu þriðja stórmóti í röð en fyrirfram má reikna með því að liðið verði í harðri baráttu um að komast áfram í milliriðlakeppnina í Póllandi.

Þess má geta að Argentína komst í 16-liða úrslitin á HM í Katar í fyrra og endaði í tólfta sæti, einu á eftir Íslandi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Hvíta-Rússland tapađi fyrir Argentínu
Fara efst