Erlent

Hvíta húsið ítrekar að Trump trúi því að ógn stafi enn af Rússum

Birgir Olgeirsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti
Donald Trump Bandaríkjaforseti GETTY/Olivier Douliery-Pool
Embætti forseta Bandaríkjanna hefur neitað því að forsetinn sjálfur, Donald Trump, telji enga ógn stafa af Rússum í dag, nokkrum tímum eftir að hann virtist hafa gefið það til kynna.

Á meðan ríkisráðsfundi stóð var Trump spurður af fréttamanni hvort að ógn stæði enn af Rússum og frekari afskiptum þeirra af kosningum í Bandaríkjunum. „Þakka þér fyrir, nei,“ svaraði Trump.

Fjölmiðlafulltrúi forsetaembættisins, Sarah Sanders, sagði Trump hafa með þessu svari verið að neita að svara fleiri spurningum.

Þetta fár kemur í kjölfar mikillar gagnrýni sem Trump hefur fengið á sig vegna fyrri ummæla um Rússland.

Sanders sagði forsetann og stjórn hans vinna hörðum höndum að því að tryggja að Rússum sé ekki fært að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum.

Það var fréttamaður ABC News, Cecilia Vega, sem spurðir Trump hvort búast mætti við því að Rússar myndu reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum.

Trump hristi höfuðið og sagði: „Þakka þér fyrir, nei.“

Vega spurði Trump frekar út í viðbrögð hans og bað hann um að útskýra hvað hann ætti við með neituninni. Spurði hún hvort hann trúði því að sú væri ekki raunin, það er að Rússar myndu reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum.

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC  segir að svo virðist vera sem að Trump hafi aftur svarað: „Nei“

Sanders ítrekaði hins vegar að Trump hefð verið að neita að svara fleiri spurningum.

„Við værum ekki að leggja jafn mikið af mörkum og raun ber vitni ef við værum ekki þeirrar skoðunar að Rússar væru enn með augastað á okkur,“ sagði Sanders.


Tengdar fréttir

Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×