Innlent

Hvetur foreldra að fylgjast með notkun barna á rafmagnshjólum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Lögreglan hvetur foreldra til þess að fylgjast með notkun barna sinna á rafmagnshjólum. Í tilkynningu sem birtist á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að „því miður virðist sem svo að börnum sé sleppt út á þessum hjólum án mikils eftirlits“

Tilkynningin lítur svo út í heild sinni:

„Þessa dagana eru skólarnir farnir í gang og umferð á morgnanna því búin að aukist mikið. Einn af fylgifiskum þessa eru rafmagnshjól sem sjást víða þessa dagana. Því miður virðist sem svo að börnum sé sleppt út á þessum hjólum án mikils eftirlits og því mikilvægt að brýna fyrir foreldrum að fylgjast með notkun barna sinna á þessum tækjum.

Því miður hafa reglulega orðið slys, oftar en ekki vegna þess að verið er að reiða farþega á þessum tækjum, en slíkt er algerlega bannað og getur auk þess verið stórhættulegt fyrir ökumann og farþega. Foreldrar - kynnið börnum ykkar reglur sem gilda með slík tæki og mikilvægi þess að fara með þau af gát.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×