Innlent

Hvetja stjórnvöld til að bæta úr ófremdarástandi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/stefán
Bílgreinasambandið telur sig knúið til að benda stjórnvöldum á alvarlegt ástand vega og gatna sem skapi stórhættu oft á dag og gæti endað með banaslysi. Hvetur sambandið alla þá sem hlut eiga að máli til að hefjast handa við að bæta úr ófremdarástandinu sem ríki.

Í ályktun frá félaginu segir að hægt sé að nýta þá fjármuni, sem meðal annars falli til í gegnum skattkerfi bílgreinarinnar, sbr. bensínskatta, til viðhalds og endurnýjunar vegakerfisins þar til vegir og götur eru komin í viðunandi ástand að nýju.

Ástand vega og og gatna hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu. Í ályktuninni segir að fjöldi bifreiða hafi skemmst bæði þannig að hjólbarðar og felgur hafi eyðilagst ásamt því að hjólbúnaður hafi laskast og þannig skapast hætta fyrir þá aðila sem í umræddum bílum ferðast sem og öðrum sem á vegi þeirra kunni að verða. Bílgreinasambandið segir að engum sé greiði gerður með stórhættulegu gatnakerfi og bendir á að bíllinn sé þarfasti þjónninn og flestar allar aðgerðir til að þrengja um of að bílnum, til dæmis með þrengingum gatna, fækkun bílastæða o.s.frv. séu til þess fallnar að auka kostnað og óþægingi íbúanna og þeirra sem byggja þetta land.


Tengdar fréttir

Göturnar grotna niður

Skortur hefur verið á viðhaldi gatna og djúpar holur og raufir eru að finna víða um borgina. Ljósmyndarar Fréttablaðsins mynduðu nokkur slæm tilfelli í Reykjavík í gær. Reykjavíkurborg ráðstafar 130 milljónum króna í malbiksviðgerðir í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×