Innlent

Hvessir í kvöld

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Íslendingar mega gera ráð fyrir næturfrosti víða.
Íslendingar mega gera ráð fyrir næturfrosti víða. Vísir/Eyþór
Veðurstofan gerir ráð fyrir því að suðaustan- og austanvindar muni leika um landið fram að helgi og að þeir verði allhvassir eða hvassir við suðurströndina, en annars mun hægari.

Slíku veðurlagi fylgir væta, einkum sunnan og austan til, en annars þurrt að kalla og jafn vel bjart. Fremur milt að deginum, en frystir víða inn til landsins að næturlagi.

Hvessir heldur sunnan- og vestanlands í kvöld, 13 til 20 m/s í nótt og á morgun, hvassast við suðvesturströndina. Dálítil væta með köflum á morgun, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 10 stig yfir daginn, hlýjast syðst.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Suðaustan 8-13 m/s, en 13-18 með SV-ströndinni. Rigning með köflum S-lands, en yfirleitt þurrt annars staðar. Hiti 2 til 9 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag:

Austan 8-15 m/s, en 15-20 með suðurströndinni. Rigning S- og til Austfjarða, en annars bjartviðri. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:

Austanhvassviðri og víða talsverð rigning, en þurrt að kalla NV-til. Mun hægari S-læg átt S-lands um kvöldið og styttir smám saman upp. Áfram milt veður.

Á laugardag:

Hæg breytileg átt og skýjað með köflum, en dálítil væta austast. Heldur kólnandi veður.

Á sunnudag og mánudag:

Útlit fyrir austlæga átt með vætu víða um land, einkum þó fyrir sunnan og austan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×