Lífið

Hvernig verðurðu flinkur á Tinder?

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Haukur Viðar og Atli Fannar fóru yfir málið.
Haukur Viðar og Atli Fannar fóru yfir málið.
Stefnumótaforritið Tinder var til umræðu í útvarpsþættinum Laugardagskaffið, með þeim Atla Fannari Bjarkasyni og Hauki Viðari Alfreðssyni á X-inu fyrr í dag.

Þeir fóru yfir hver tilgangurinn með forritinu er; hvort það er til þess að kynnast fólki eða stunda skyndikynni.

Einn maður og ein kona hringdu inn og fóru yfir reynslu sína af forritinu. Bæði kvörtuðu undan því að notendur forritsins væru of uppteknir af kynlífi og sagðist konan sem hringdi inn hafa snúið sér að öðru forriti sem heitir Taggalicious, sem er tengt Facebook.

Forritið virkar þannig að notendur forritsins sjá mynd af öðrum notendum og geta annaðhvort lýst yfir áhuga sínum á manneskjunni sem þeir sjá eða ekki. Ef áhugi fólks er gagnkvæmur lætur forritið það vita og hvetur það til þess að hafa samband hvort við annað.

Maðurinn sem hringdi inn sagði það skipta miklu máli hvernig maður byrjaði að spjalla við þá sem höfðu lýst yfir áhuga á manni. Maðurinn sagðist ekki vilja nota forritið í skyndikynni en sagði upplifun sína vera að aðrir notendur forritsins væru ekki á sama máli.

Í þættinum var farið yfir nokkur hugtök sem tengjast forritinu og lýsti Haukur Viðar því hvernig það er að vera rúmlega þrítugur maður og nota forritið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×