Erlent

Hvernig verða fötin þín til?

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Anniken Jörgensen
Anniken Jörgensen mynd/aftenposten
Í fyrra fóru Anniken Jörgensen, Frida Ottesen og Ludvig Hambro í ferð til Kambódíu til að skoða aðstæður fólks sem vinnur í fataverksmiðjum þar í landi. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera sautján ára Norðmenn og eiga nokkuð vinsæl lífstílsblogg í heimalandinu.

Heimildarmynd var gerð um ferðalag þeirra og er hún aðgengileg á vef Aftenposten. Hún sýnir vægast sagt ömurlegan aðbúnað verkafólks sem stritar vikuna alla fyrir kaupi sínu.



Meðal þeirra sem verður á vegi þeirra er Sotky, 25 ára, sem vinnur alla daga vikunnar og hefur upp úr krafsinu 130 dollara eða tæpar 18.000 krónur á gengi dagsins í dag. Þar af fara fimmtíu dollarar í húsnæðiskostnað. Vinnudagurinn er í kringum tólf klukkustundir nema á sunnudögum, þá vinni þau aðeins átta klukkustundir. Anniken hefur meðal annars á orði að baðherbergið heima hjá henni sé stærra en allt hús Sotky.

Heimildarmyndin kallast Sweatshop - Deadly Fashion og er í fimm hlutum sem hver um sig er um tíu mínútur. Þau prófa meðal annars að vinna daglangt í fataverksmiðju við að búa til föt og snæða matinn sem þar er í boði.


Tengdar fréttir

Verksmiðja brennur í Bangladess

Að minnsta kosti níu létust og fimmtíu liggja sárir eftir enn einn stórbrunann í fataverksmiðju í Bangladess.

Fatarisar grípi til aðgerða í Bangladess

Ekki dugar að þagga niður vandann í fataiðnaði í Bangladess, heldur þurfa vestræn fyrirtæki að grípa til raunverulegra aðgerða til að bæta ástandið. Aðeins tvö fyrirtæki hafa játað að hafa keypt föt úr verksmiðjum sem hrundu í síðustu viku.

Lofa að bæta kjör verkamanna í Bangladess

Nokkrir vestrænir tískurisar hafa skrifað undir sérstakan samning til að tryggja öryggi starfsmanna í fatafyrirtækjum í Bangladess. Meðal þeirra eru Zara, Benetton, Primark og H&M. Bandarísku stórfyrirtækin Sears, Gap og Wall Mart ætla ekki að skrifa undir samninginn, en frestur til þess rennur út í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×