Lífið

Hvernig týpa ert þú á Snapchat?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegar týpur. Kannski besta að blanda þessu bara saman.
Skemmtilegar týpur. Kannski besta að blanda þessu bara saman.
Snapchat er einn vinsælasti samfélagsmiðillinn í dag. Þar getur fólk sent myndbönd á milli, spjallað og einnig búið til sína eigin sögu sem hangir inni í 24 klukkustundir.

Til eru margskonar týpur á Snapchat og hefur vefsíðan Mashable tekið saman nokkrar skemmtilegar eins og sjá má hér að neðan. Neðst í fréttinni má síðan taka þátt í könnun þar sem þú svarar hvaða týpa þú ert á Snapchat.

DraugurinnÞú ert vissulega skráður á Snapchat en setur aldrei neitt þangað inn sjálfur. Þess í stað fylgist þú bara með öðrum og það gaumgæfilega. 

via GIPHY

SpjallarinnÞú reynir í alvörunni að halda uppi gáfulegum samtölum í gegnum forritið Snapchat. Það virkar ofast ekki.

via GIPHY

RæktarrottanÞú ert mikið í ræktinni og hatar ekki að sýna frá því. Þetta er mjög algeng týpa og eru Íslendingar duglegir við að sýna frá líkamsræktarsnöppum. 

via GIPHY

Karaoke söngvarinnÞú ert með fína söngrödd og ert sko alls ekki feimin við að sýna hana. Þú syngur mikið í símann og leyfir öllum að fylgjast með.

via GIPHY

SjálfsdýrkarinnÞú tekur endalaust mikið af selfie myndum af þér og ert í raun alltaf með sjálfan þig í forgrunni þegar kemur að því að deila efni.

via GIPHY

DýravinurinnÞú ert dýravinur, átt gæludýr og vilt svo sannarlega að allir sjái hversu krúttlegt dýrið er. 

via GIPHY

MatarfíkillinnÞú snappar nánast frá hverri einustu máltíð og vilt alltaf að allir sjái hvað þú ert að borða á hverri stundu. Nokkuð algengt hjá okkur Íslendingum. 

via GIPHY

Horfir á málninguna þornaÞér leiðist og þú vilt að öllum leiðist með þér. Því snappar þú ítarlega frá því hversu mikið þér leiðist. Þá geta aðrir tekið þátt í því og verið með.

via GIPHY






Fleiri fréttir

Sjá meira


×