Skoðun

Hvernig samfélag viljum við?

Guðmundur Edgarsson skrifar
Hve oft heyrir maður ekki þessa spurningu? Og hvert er svarið? Það fer vitaskuld eftir því hver svarar og því hefur spurningin takmarkað gildi sé hún lögð fyrir stóran hóp fólks. Samfélag er jú lítið annað en samansafn af ótal ólíkum einstaklingum með mismunandi þarfir, langanir og skoðanir. Allt eins má spyrja: Hvernig mat viljum við? Eða hvernig bíl eða bókmenntir?

Það er nefnilega afar persónubundið hvað fólk telur eftirsóknarverðast varðandi einhvers konar stefnumótun heils þjóðfélags. Sumir leggja áherslu á verðmætasköpun, aðrir tekjujöfnuð, enn aðrir á athafnafrelsi, einhverjir setja félagslegan hreyfanleika í forgrunn, aðrir lífslíkur, enn aðrir hamingju, o.s.frv.

Langlífi eða hamingja?

Tökum dæmi af Dönum. Þeir þykja hamingjusamastir Norðurlandabúa en jafnframt þeirra skammlífastir. Sumir segja að ástæða hamingju þeirra sé, að þeir geri vel við sig í mat og drykk, sem svo aftur komi niður á heilsu og lífslíkum. Eiga Danir þá að berjast um það hvort þeir vilji hamingjuríkt samfélag eða heilsuhraust og langlíft? Nei, þeir einstaklingar sem leggja upp úr hamingju, en minna upp úr heilsu og langlífi, eiga að fá að gera það óáreittir svo fremi sem þeir skemmi ekki fyrir hinum sem kjósa hreysti og háan aldur. Að sama skapi eiga fylgismenn hraustleika og langlífis að láta nautnaseggina í friði.

Þjóðfélagsverkfræðingar slaki á

Aðalatriðið er, að ekki sé beitt ofbeldi að fyrra bragði til að keyra í gegn einhverja þjóðfélagsverkfræði til að hanna „sitt“ draumasamfélag. Við frjálshyggjumenn viljum ekki, að þeir Danir, sem telja ævilengd vera mikilvægustu breytuna, geti þvingað hina Danina, með ýmiss konar boðum, bönnum og sköttum, til að hætta að borða smörrebröd og drekka bjór.




Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×