Fótbolti

Hvernig fór Kristinn Ingi að því að klúðra þessu? | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valsmenn eru svo gott sem úr leik í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 1-4 tap fyrir danska liðinu Brøndby á heimavelli í gærkvöldi.

Danirnir voru númeri of stórir fyrir Val sem er í 7. sæti Pepsi-deildarinnar.

Staðan var markalaus í hálfleik á Valsvellinum í gær en Brøndby gerði út um leikinn með þremur mörkum á fyrstu 17 mínútum seinni hálfleiks.

Sjá einnig: Haukur Páll: Full stórt tap að mínu mati

Valsmenn fengu sín færi í leiknum en það besta féll Kristni Inga Halldórssyni í skaut á 52. mínútu.

Eftir flotta Valssókn skallaði Nikolaj Hansen að marki, Frederik Rønnow varði en boltinn féll fyrir fætur Kristins Inga sem þurfti bara að ýta boltanum yfir línuna af meters færi til að jafna metin.

Kristni Inga tókst hins vegar á einhvern ótrúlegan hátt að setja boltann í slánna og Brøndby slapp með skrekkinn. Tveimur mínútum síðar kom Kamil Wilczek danska liðinu í 0-2 og fór langt með að klára leikinn.

Þetta ótrúlega klúður má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×