Fótbolti

Glugganum lokað - enn beðið eftir Welbeck og Falcao

Daley Blind er kominn til Man. United
Daley Blind er kominn til Man. United vísir/getty
Það var mikið fjör á félagaskiptamarkaðnum í dag, þá sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni eins og svo oft áður. Liðin keyptu leikmenn fyrir meira en 800 milljónir evra.

Manchester United staðfesti kaupin á DaleyBlind og bíður nú þess að staðfesta samning við Radamel Falcao, en það hefur fengið lengri frest til þess.

Að sama skapi hefur Arsenal fengið lengri frest til að ganga frá 16 milljóna punda kaupum á DannyWelbeck frá Manchester United sem losaði sig einnig við Chicharito á láni til Real Madrid út tímabilið.

Liverpool lánaði Oussama Assaidi og SebastianCoates og LewisHoltby er farinn á láni frá Tottenham til Hamburg.

22.05 Ekki er búið að staðfesta kaup United á Falcao og kaup Arsenal á Welbeck. Bæði lið lögðu inn pappíra til enska knattspyrnusambandsins um að kaupin væru langt á veg komin og fá því lengri frest til að ganga frá sínum málum. Það er enn von.

22.00 BÚIÐ ER AÐ LOKA GLUGGANUM!

21.53 Sjö mínútur. Hvað er að gerast með Falcao og Welbeck?

21.33 Southampton ætlar að lána Úrúgvæjann Gastón Ramírez til Hull út tímabilið. Southampton keypti hann fyrir tveimur árum á tólf milljónir punda.

21.31 Oussama Assaidi hefur verið lánaður frá Liverpool til Stoke út tímabilið, en þetta staðfesti Liverpool nú rétt í þessu.

21.13 Daily Mail greinir frá því að Tom Cleverley verði áfram hjá Manchester United, en ekkert verður úr hugsanlegum félagaskiptum hans til Everton.

21.12 Manchester City hefur staðfest að varnarmaðurinn Michah Richards verður í láni hjá Fiorentina á Ítalíu út leiktíðina.

20.55 Crystal Palace keypti skoska miðjumanninn James McArthur frá Wigan fyrir metfé hjá félaginu eða sjö milljónir punda.

20.21 Danny Welbeck er svo á leið til Arsenal eftir allt saman. BBC greinir frá því að Manchester United hafi tekið 16 milljóna punda kauptilboði í leikmanninn.

20.03 Brasilíski miðjumaðurinn Sandro er genginn í raðir QPR frá Tottenham fyrir 10 milljónir punda.

19.42 Álvaro Negredo er á leið frá Manchester City til Valencia á láni og liðið ætlar ekki að fá framherja í hans stað.

19.20 Sky Italia greinir frá því að Fabio Borini fari ekki til QPR. Hann vill fá 90 þúsund pund á viku í laun, en QPR er aðeins tilbúið að greiða honum 60 þúsund pund á viku. Fyrir suma væri það alveg meira en nóg.

18.44 Ajax staðfestir á heimasíðu sinni að félagið sé búið að selja varnar- og miðjumanninn Daley Blind til Manchester United. Beðið eftir staðfestingu frá Manchester United.

18.27 Svo virðist sem Danny Welbeck fari ekki til Arsenal. Það vill aðeins fá hann á láni, en framherjinn hefur engan áhuga á lánssamningi.

17.55 Nú greinir hollenskt dagblað frá því að Arsenal ætli að borga 12,75 milljóna punda riftunarverð Klaas-Jan Huntelaar og fá hann frá Schalke.

17.33 Varnarmaðurinn Sebastian Coates hefur verið lánaður frá Liverpool til Sunderland.

17.14 Arsenal fær hjálp úr óvæntri átt með framherjavandræði sín. Danny Welbeck, framherji Manchester United, er í læknisskoðun hjá Lundúnaliðinu samkvæmt heimildum sky Sports.

16.51 Manchester Everning News greinir frá því að einkaflugvél Radamels Falcao lenti í Manchester klukkan 16.58. Hann er nú á leið í læknisskoðun hjá United.

16.19 Þjóðverjinn Lewis Holtby er farinn aftur heim, en hann Hamburg hefur fengið hann á láni frá Tottenham út leiktíðina. Hamburg er svo með forkaupsrétt á honum næsta sumar.

16:00:Abel Hernandez er farinn til Hull fyrir metfé.

13.54: Steve Bruce virðist vera búinn að ná í Mohamed Diamé, fyrirliða senegalska landsliðsins, frá West Ham United.

12.40: Þá er það staðfest. Chicharito er farinn til Evrópmeistara Real Madrid. Helvíti leiðinlegt að spila með Ronaldo, Bale, Benzema, Kroos, James og Modric.

11.51: Stuðningsmenn Arsenal eru æfir en félagið hefur gefið út að það ætli sér ekki að versla neitt í dag. Wenger er bara að leika sér og dæma einhvern góðgerðarleik hjá krökkum að því sagt er.

11.43: Alessio Cerci er genginn í raðir Atletico Madrid. Spænsku meistararnir hafa heldur betur styrkt sig í sumar, þrátt fyrir að hafa misst Diego Costa, Thibaut Courtois og Filipe Luis.

11.32: Það er ekkert stórt í kortunum síðustu mínútur. No names að skipta um félög í neðri deildunum. Aftur á móti mikið talað um hverjir séu að fara frá Man. Utd. Cleverley er í viðræðum við Villa en vill fá of mikinn pening. Welbeck er sagður vera í sigtinu hjá Spurs og Arsenal meðal annars. Sjáum hvernig það fer en hann var á landsliðsæfingu áðan.

11.18:George Boyd er farinn til nýliða Burnley.

10.18
: Þar sem Falcao er að koma til Man. Utd þá virðist Danny Welbeck vera á förum. Hann er orðaður við nokkur félög.

09.37Falcao virðist vera á leið til Manchester United.

09.15: Javier Hernandez er mættur í læknisskoðun hjá Real Madrid. Hann verður á bekknum þar í vetur í stað þess að vera á bekknum á Old Trafford. Það er líka hlýrra á Spáni og mýkri bekkir segja menn.

08.53: Southampton að fá belgíska varnarmanninn, Toby Alderweireld.

08.25: Íslendingur á ferðinni. Hólmbert Aron Friðjónsson hefur verið lánaður til danska liðsins Bröndby frá Celtic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×