Innlent

Hvergerðingar skipa öldungaráð

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Nýtt öldungaráð á að efla samstöðu milli kynslóða í Hveragerði.
Nýtt öldungaráð á að efla samstöðu milli kynslóða í Hveragerði. Fréttablaðið/Valli
Skipa á öldungaráð í Hveragerði sem ætlað er að vera „formlegur og milliliðalaus viðræðuvettvangur“ fyrir eldri borgara til að ná eyrum sveitarstjórnarmanna um sín hagsmunamál.

„Í öldungaráði eru rædd öll atriði sem varða hagsmuni eldri borgara í sveitarfélaginu svo sem þjónusta sveitarfélagsins við eldri borgara, aðstaða félags eldri borgara og fjárhagsáætlun hvers árs hvað félag eldri borgara varðar,“ segir í tilkynningu frá Hveragerðisbæ.

Um helstu markmið segir meðal annars að öldungaráð eigi að stuðla að skoðanaskiptum eldri borgara og kjörinna fulltrúa um stefnu og framkvæmd málefna eldri borgara í Hveragerði og að þeim verði framfylgt. Einnig að stuðla „að heilbrigðri öldrun og sjálfstæðu lífi“ og „aukinni samstöðu milli kynslóða til að skapa samfélag fyrir alla aldurshópa“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×