Erlent

Hverfandi líkur á að fleiri finnist á lífi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Yangzte fljót er stærsta fljót Kína.
Yangzte fljót er stærsta fljót Kína. vísir/epa
Hverfandi líkur eru nú taldar á því að fólk finnist á lífi í flaki skemmtiferðaskips sem fórst á Yangzte fljóti í Kína í gær. Að minnsta kosti átján eru látnir en alls voru 456 um borðs.

Einungis fjórtán hafa fundist á lífi en björgunarstörf hafa gengið erfiðlega vegna veðurs. Skipinu hvolfdi eftir að hafa lent í miklu óveðri í gær. Ekkert neyðarkall barst frá því, en nokkrir farþeganna náðu að synda frá landi og gera viðvart.

Flestir farþeganna eru eldri borgarar samkvæmt ríkissjónvarpi Kína. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×