Erlent

Hver eru fórnarlömbin í London?

Samúel Karl Ólason skrifar
Þrír eru látnir, auk árásarmannsins, eftir hryðjuverkaárás Í London í gær.
Þrír eru látnir, auk árásarmannsins, eftir hryðjuverkaárás Í London í gær. Vísir/EPA
Þrír eru látnir, auk árásarmannsins, eftir hryðjuverkaárás Í London í gær. Fjörutíu eru særðir og flestir þeirra eftir að árásarmaðurinn ók bílaleigubíl á gangstéttinni á Westminsterbrúnni á miklum hraða. Búið er að gefa út nöfn þeirra sem dóu, nema árásarmannsins sjálfs, en fórnarlömb árásarinnar komu eru frá tólf löndum.

Aysha Frade var 43 ára gömul og bjó í London. Hún starfaði sem kennari. Hún lét lífið eftir að verða fyrir bílnum á Westminsterbrúnni. Hún lætur eftir sig tvær stúlkur og eiginmann.

Bandaríkjamaðurinn Kurt Cohran lét einnig lífið eftir að hafa orðið fyrir bíl árásarmannsins, en eiginkona hans varð einnig fyrir bílnum og er í alvarlegu ástandi. Þau voru í London til að halda upp á 25 ára brúðkaupsafmæli þeirra.

Lögregluþjónninn Keith Palmer var stunginn til bana við þinghúsið, en hann var 48 ára gamall. Hann lætur eftir sig konu og börn. Honum hefur verið lýst sem hetju, meðal annars af Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Hann var óvopnaður þegar hann reyndi að stöðva árásarmanninn.

Þeir sem dóu og særðust komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Kína, Póllandi, Rúmeníu, Spáni, Suður-Kóreu og Þýskalandi.

Þrjú börn frá Frakklandi slösuðust á brúnni, en þau voru í skólaferðalagi í London. Þar að auki voru fjórir breskir háskólanemar á brúnni sem slösuðust einnig. Þá slösuðust þrír lögregluþjónar sem voru á gangi á brúnni og margir til viðbótar.


Tengdar fréttir

„Við erum ekki hrædd“

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði þingmenn við enduropnun þingsins eftir hryðjuverkaárás í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×