MIĐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR NÝJAST 06:00

Ferđalöngum reglulega meinuđ för vestur

FRÉTTIR

Hver af ţessum sex verđur kosinn besti leikmađur mánađarins í enska boltanum?

 
Enski boltinn
23:00 04. FEBRÚAR 2016
Roberto Firmino skorađi fjögur mörk fyrir Liverpool í janúar.
Roberto Firmino skorađi fjögur mörk fyrir Liverpool í janúar. VÍSIR/GETTY

Sex leikmenn koma til greina sem besti leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi Þór Sigurðsson er ekki tilnefndur þrátt fyrir sinn besta mánuð í langan tíma.

Þeir sem koma til greina sem leikmaður fyrsta mánaðar ársins eru Sergio Aguero hjá Manchester City og  Roberto Firmino hjá Liverpool auk þeirra Dele Alli hjá Tottenham, Kasper Schmeichel hjá Leicester City, Virgil van Dijk hjá Southampton og Jermain Defoe hjá Sunderland.

Sergio Aguero hefur náð sér af meiðslunum og er búinn að vera fanta formi í fyrstu leikjum ársins. Hann var með fimm mörk og eina stoðsendingu í fjórum deildarleikjum.

Aguero fær mikla samkeppni frá Roberto Firmino sem skoraði tvennu á móti bæði Arsenal og Norwich og var alls með fjögur mörk og eina stoðsendingu í fjórum leikjum.

Kasper Schmeichel hélt þrisvar sinnum hreinu í fjórum leikjum Leicester City í mánuðinum og kemur til greina sem besti leikmaðurinn. Virgil van Dijk, varnarmaður Southampton, Jermain Defoe, framherji Sunderland og Dele Alli, miðjumaður Tottenham, eru einnig tilnefndir en þykja þó ekki líklegir til að hljóta hnossið.

Jamie Vardy (október og nóvember) hefur þegar verið tvisvar sinnum valinn besti leikmaður mánaðarins á tímabilinu en hann kemur ekki til greina nú. Hinir sem hafa fengið verðlaunin á þessari leiktíð eru þeir André Ayew hjá Swansea City (ágúst), Anthony Martial hjá Manchestet United (september) og Odion Ighalo hjá Watford (desember).
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Hver af ţessum sex verđur kosinn besti leikmađur mánađarins í enska boltanum?
Fara efst