Innlent

Hvatt til kvennafrís 24. október

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Kvennafrídagurinn var í fyrsta sinn haldinn 24. október árið 1975.
Kvennafrídagurinn var í fyrsta sinn haldinn 24. október árið 1975. mynd/úr safni
Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14.38 mánudaginn 24. október næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Samtök kvenna um kvennafrí sendu frá sér í gær.

Því næst eru konur hvattar til þess að mæta á samstöðufund á Austurvelli undir kjörorðunum kjarajafnrétti strax. Sama dag verður 41 ár liðið frá því konur um allt land lögðu niður vinnu til þess að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir þjóðfélagið. Alls mættu um 25 þúsund konur á Lækjartorgið í Reykjavík, héldu ræður og sungu baráttusöngva.

Ellefu sinnum síðan hefur sams konar kvennafrídagur verið haldinn.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×