Innlent

Reykvíkingar geta sótt salt og sand hér

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/ANton
Víða er mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu, eftir hláku undanfarna daga og núverandi frost. Íbúum Reykjavíkur stendur nú til boða, sem og undanfarin ár, að sækja sér salt og sand á hverfastöðvar og verkbækistöðvar Reykjavíkurborgar.

Það væri hægt að nota til að bæta öryggi á gönguleiðum í nágrenni og heimkeyrslum.

Salt og sandur er aðgengilegur fyrir íbúa á eftirfarandi stöðum:

Þjónustumiðstöðinni við Stórhöfða (keyrt inn frá Svarthöfða)

Hverfastöðinni við Njarðargötu

Hverfastöðinni í Jafnaseli

Hverfastöðinni á Kjalarnesi

Verkbækistöðinni við Árbæjarblett

Verkbækistöðinni á Klambratúni við Flókagötu

Stöðvarnar eru opnar mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 7:30 til 17:00 og föstudaga klukkan 7:30 til 15:25. Fólk er hvatt til að hafa með sér ílát, en mögulegt er að fá poka á staðnum. Þá eru skóflur við sand- og salthrúgurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×