Innlent

Hvalveiðar eftir tveggja ára hlé

Hvalveiðar boðaðar Eftir tveggja ára hlé er ráðgert að Hvalur 8 og Hvalur 9 verði sendir til veiða í júní.
Hvalveiðar boðaðar Eftir tveggja ára hlé er ráðgert að Hvalur 8 og Hvalur 9 verði sendir til veiða í júní.
Hvalveiðar munu hefjast að nýju í sumar eftir tveggja ára hlé. Morgunblaðið greindi frá þessu í gær.

Haft er eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals hf., að veiðarnar muni hefjast í byrjun júní og standa fram í lok september. Veiðarnar munu að sögn Kristján skapa um 150 störf við veiðar og vinnslu.

Veiðarnar verða stundaðar á Hval 8 og Hval 9 og verða bátarnir teknir í slipp á næstunni og gerðir klárir fyrir vertíðina.- hó




Fleiri fréttir

Sjá meira


×