Innlent

Hvalur strandaði í Borgarvogi við Borgarnes

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Talið er að hrefnan sé enn á lífi
Talið er að hrefnan sé enn á lífi mynd/gunnhildur hansdóttir
Hvalur hefur strandað í fjörunni á Borgarvegi við Borgarnes. Samkvæmt heimildarmanni Vísis er hvalurinn líklegast enn á lífi en lögreglan hefur lokað svæðinu af til þess að koma í veg fyrir að fólk hópist að hvalnum þar sem hann liggur á leirunum.

Hvalurinn, sem er um sjö metra löng hrefna, strandaði á áberandi stað en hann er sjáanlegur frá veginum inn í Borgarnes er keyrt er úr norðurátt, skammt fyrir neðan tjaldstæðið.

Hans Egilsson er einn af þeim sem komu auga á hvalinn í morgun en hann býr skammt frá. Hann telur að hvalurinn hafi líklegast komið með síðasta flóði en mikill munur er á flóði og fjöru á þessum slóðum.

 

Uppfært kl. 12:13

Samkvæmt lögreglunni í Borgarnesi er verið að meta hvort lóga eigi dýrinu. Það er hins vegar háð ákvörðun dýralækna þar sem dýrið er lifandi. Næsta flóð er seinni partinn í dag.

Hrefnan ætti að sjást ágætlega frá veginum.mynd/gunnhildur hansdóttir
Myndir/Guðmundur Símonarson
mynd/guðmundur símonarson
mynd/guðmundur símonarson
Fólk flykktist að til þess að berja hrefnuna augum.mynd/gunnhildur hansdóttir
mynd/gunnhildur hansdóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×