Innlent

Hvalir fá ekki griðasvæði

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hvalveiðar Íslendingar hafa verið umdeildar í gegnum tíðina.
Hvalveiðar Íslendingar hafa verið umdeildar í gegnum tíðina. Vísir/Vilhelm
Tillaga um griðasvæði fyrir hvali í Suður-Atlantshafi var felld í Alþjóðahvalveiðiráðinu í gær. Alls greiddu 38 þjóðir atkvæði með tillögunni en 24 gegn henni. Þrjá fjórðu atkvæða hefði þurft til að tillagan fengist samþykkt.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík tillaga er lögð fram og að sama skapi ekki í fyrsta skipti sem hún er felld. Ólíklegt þótti að tillagan fengist samþykkt nú.

Meðal þjóða sem greiddu atkvæði gegn tillögunni voru hvalveiðiþjóðirnar Japan, Noregur og Ísland.

Fyrir ráðinu liggur einnig tillaga um að Japanar muni þurfa samþykki ráðsins fyrir vísindaveiðum sínum. Allar líkur eru á að sú tillaga verði felld. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×