Innlent

Hvalhræ liggur enn í fjörunni í Keflavík

Gissur Sigurðsson skrifar
Hvalurinn var dauður þegar hann fannst.
Hvalurinn var dauður þegar hann fannst. Mynd/Ingrid Kuhlman
Hræ af stórum búrhval liggur enn í fjörunni í Keflavík, á milli Látrabjargs og Rauðasands, síðan það  fannst  þar fyrir helgi, og fer það senn að rotna. Hvalurinn var dauður þegar hann  fannst .

Hafrannsóknastofnun  hefur verið tilkynnt um rekann, ef vísindamenn hefðu áhuga á sýnatöku, en engin ákvörðun hefur  verið tekin um að draga hann út og sökkva honum, svo fréttastofu sé kunnugt um, enda engin byggð í grenndinni sem gæti orðið fyrir  lyktamengun  af hræinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×