Innlent

Hvalfjarðargöng lokuð vegna malbikunar 10.-13. apríl

Atli ÍSleifsson skrifar
Í verksamningi er gert ráð fyrir því að verktaki hliðri til, eins og mögulegt er, og hleypi forgangsumferð í gegn á meðan á framkvæmdum stendur (á við sjúkralið, slökkvilið og lögreglu).
Í verksamningi er gert ráð fyrir því að verktaki hliðri til, eins og mögulegt er, og hleypi forgangsumferð í gegn á meðan á framkvæmdum stendur (á við sjúkralið, slökkvilið og lögreglu). Vísir/Pjetur
Hvalfjarðargöng verða lokuð vegna malbikunar frá föstudagskvöldi 10. apríl til mánudagsmorguns 13. apríl.

Í tilkynningu frá Speli segir að önnur akreinin hafi verið malbikuð enda á milli í göngunum í október 2014 og þá hafi göngin verið lokuð eina helgi. Nú sé komið að hinni akreininni.

Lokunin gildir frá klukkan 20 á föstudagskvöldið 10. apríl til klukkan 6 að morgni mánudags 13. apríl.

Í tilkynningunni segir að malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas muni verkið og hefjist handa við að fræsa um leið og göngunum verði lokað. „Sami verktaki sá um malbikun í október eftir útboð. Þá var akreinin frá norðri til suðurs tekin fyrir, alls um 6 km. Nú er komið að akreininni frá suðri til norðurs.

Í verksamningi er gert ráð fyrir því að verktaki hliðri til, eins og mögulegt er, og hleypi forgangsumferð í gegn á meðan á framkvæmdum stendur (á við sjúkralið, slökkvilið og lögreglu). Önnur umferð er óheimil,“ segir í frétt Spalar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×