Innlent

Hvalfjarðargöng lokuð alla helgina

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Lokað verður frá klukkan 20 á föstudag til klukkan 6 að morgni mánudags.
Lokað verður frá klukkan 20 á föstudag til klukkan 6 að morgni mánudags. vísir/pjetur
Hvalfjarðargöng verða malbikuð um helgina í fyrsta sinn frá opnun og verða þau af þeim sökum lokuð 17-20. október. Einungis verður opið fyrir neyðarakstur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Speli.

Göngin verða lokuð frá klukkan 20 á föstudag til klukkan 6 að morgni mánudags. Er þetta lengsta lokun í sögu Hvalfjarðarganga en aldrei fyrr hefur þeim verið lokað dag og nótt.

Jafnframt malbikun verður unnið að hefðbundnu viðhaldi tækja og búnaðar og stefnt er að því að ljúka öllum áformuðum verkefnum áður en klukkan slær sex að morgni mánudags 20. október.

Ekki er hægt að útiloka að eitthvað komi upp á þannig að loka þurfi göngunum líka aðfaranótt þriðjudags 21. október og jafnvel aðfaranótt miðvikudags 22. október. Afar ósennilegt er að til slíks komi en rétt að slá þennan varnagla strax.

Reynist næturlokun nauðsynleg í næstu viku verður hún kynnt/auglýst sérstaklega á sunnudag og mánudag en alla vega verða göngin opnuð á ný kl. 6 að morgni mánudags 20. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×