Viðskipti innlent

Hvalabjórinn bannaður

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Við ætlum að fara yfir það á hvaða forsendum bjórinn hefur verið bannaður. Lögfræðingar okkar munu fara yfir málið og við tökum ákvörðun eftir það,“ segir Dagbjartur Arilíusson eigandi Brugghússins Steðja sem framleiðir bjórinn.
„Við ætlum að fara yfir það á hvaða forsendum bjórinn hefur verið bannaður. Lögfræðingar okkar munu fara yfir málið og við tökum ákvörðun eftir það,“ segir Dagbjartur Arilíusson eigandi Brugghússins Steðja sem framleiðir bjórinn.
Framleiðsla á Hvalabjór hefur verið bönnuð af Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Ástæðan er að framleiðsla á hvalamjöli sem notað er í bjórinn uppfyllir ekki skilyrði laga um matvæli.

„Við ætlum að fara yfir það á hvaða forsendum bjórinn hefur verið bannaður. Lögfræðingar okkar munu fara yfir málið og við tökum ákvörðun eftir það,“ segir Dagbjartur Arilíusson eigandi Brugghússins Steðja sem framleiðir bjórinn.

Þeim hafi ekki borist neitt bréf eða tilkynning um málið og Dagbjartur frétti fyrst af málinu þegar Ríkisútvarpið hafði samband við hann í dag vegna bannsins.

Hvalamjöl er unnið úr innyflum, beinum og fleiru. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins er bannað að nota mjöl til manneldis eða fyrir skepnur sem aldar eru til manneldis.

Um sáralítið magn er að ræða að sögn Helga Helgasonar, framkvæmdarstjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands en eitt kíló af mjölinu fari í hverja 2000 lítra.


Tengdar fréttir

Hvalabjór í fyrsta skipti á markað

Eflaust koma einhverjir til með að verða ósáttir, það er ákveðin áhætta og það er alveg meðvitað,“ segir eigandi brugghússins Steðja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×