Innlent

Hvalabjórbruggara hótað

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Dabjartur Arilíusson er forstjóri Brugghússins Steðji í Borgarfirði.
Dabjartur Arilíusson er forstjóri Brugghússins Steðji í Borgarfirði. Mynd/Jón Júlíus
Hvalabjórinn frá Brugghúsinu Steðja í Borgarfirði fær blendin viðbrögð. Dagbjartur Arilíusson segir að honum hafi borist hótanir í gær og í morgun vegna nýs bjórs sem fyrirtækið ætlar að gefa út á Þorra.

„Það hafa borist nokkrar hótanir bæði í gærkvöldi og í morgun. Það er ekki hægt að neita því,“ segir Dagbjartur. Hótanirnar hafa verið að berast utan landsteina í gegnum tölvupóst og í símtölum en Dagbjartur telur að ekki sé mikil hætta á ferðum.

„Ég er búsettur vel inn í Borgarfirði og við teljum okkur vera nokkuð einangruð,“ bætir Dagbjartur við.

Talsvert hefur verið fjallað um Hvalabjórinn í erlendum fjölmiðlum síðustu daga og hefur fyrirtækið fengið talsverða athygli. 

Nánar verður fjallað um Hvalabjórinn frá Steðja í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.


Tengdar fréttir

Hvalabjór í fyrsta skipti á markað

Eflaust koma einhverjir til með að verða ósáttir, það er ákveðin áhætta og það er alveg meðvitað,“ segir eigandi brugghússins Steðja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×