Enski boltinn

Hvaða framherjar gætu farið til Liverpool?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexandre Lacazette átt gott tímabil með Lyon í fyrra.
Alexandre Lacazette átt gott tímabil með Lyon í fyrra. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, þjálfari Liverpool, hefur verið duglegur á leikmannamarkaðinum það sem af er sumri. Sex leikmenn hafa gengið í raðir Liverpool: Adam Lallana, Rickie Lambert, Emre Can, Lazar Markovic, Dejan Lovren og Divock Origi, en sá síðastnefndi mun reyndar leika sem lánsmaður hjá Lille á næsta tímabili.

Þetta eru góðir leikmenn, en enginn þeirra kemur í stað Luis Suarez, sem er farinn til Barcelona. Reyndar er það svo að fáir ef nokkrir leikmenn geta komið í stað Suarez sem skoraði 31 deildarmark á síðustu leiktíð.

Liverpool hefur verið í framherjaleit í sumar. Lambert er vissulega kominn og mun auka breiddina hjá liðinu. Alexis Sanchez var sterklega orðaður við Liverpool áður en hann gekk í raðir Arsenal og Frakkinn Loic Remy féll á læknisskoðun. Það eru því allar líkur á að Rodgers muni kaupa framherja, hvort sem það verður í sumar eða í janúar-glugganum.

Wilfried Bony var öflugur á síðustu leiktíð.Vísir/Getty
Hér að neðan má sjá fimm framherja sem gætu farið til Liverpool:

Wilfried Bony:

Fílbeinsstrendingurinn hefur verið þrálátlega orðaður við Liverpool á undanförnum vikum. Bony, sem er 25 ára, gekk í raðir Swansea frá Vitesse Arnheim síðasta sumar og skoraði 25 mörk í 48 leikjum fyrir Svanina á síðasta tímabili. Hann er með samning til ársins 2017.

Ezequiel Lavezzi:

Argentínski landsliðsmaðurinn gekk í raðir Paris SG árið 2012 frá Napoli, þar sem hann hafði verið í fimm ár. Lavezzi, sem 29 ára, getur leyst allar stöður fremst á vellinum, þótt hann hafi oftast verið notaður á vinstri kantinum. Hann er með samning til ársins 2016.

Alexandre Lacazette:

Frakkinn hefur verið fastamaður hjá Lyon frá því hann var tvítugur. Lacazette sló í gegn á síðustu leiktíð þegar hann skoraði 23 mörk í 46 leikjum. Hann er með samning til 2016 og ætti að vera fáanlegur á viðráðanlegu verði.

Jay Rodriguez:

Liverpool hefur verið duglegt að plokka skrautfjaðrirnar af Southampton í sumar og það er margt ólíklegra en að Rodriguez fylgi Lallana, Lovren og Lambert til Bítlaborgarinnar. Rodriguez skoraði 15 mörk í 33 deildarleikjum en meiddist illa undir lok síðustu leiktíðar.

Edinson Cavani:

Úrúgvæinn hefur verið duglegur að skora undanfarin ár, með Palermo, Napoli og síðast Paris SG. Cavani var þó oft notaður á hægri kantinum sem er ekki hans besta staða. Hann myndi vissulega kosta skildinginn, en er sennilega öruggasti kosturinn af þessum fimm leikmönnum sem hér eru taldir upp.


Tengdar fréttir

Rodgers: Verðum að finna réttu leikmennina

Brendan Rodgers, þjálfari Liverpool, segir að þótt Loic Remy hafi fallið á læknisskoðun og Adam Lallana verði frá í allt að sex vikur vegna meiðsla að félagið muni ekki gera "neyðarkaup“.

Schneiderlin og Rodriguez orðaðir við Tottenham

Samkvæmt Press Association Sport er Tottenham í viðræðum við Southampton um kaupa á franska miðjumanninum Morgan Schneiderlin og enska sóknarmanninum Jay Rodriguez. Félagið hefur þegar selt sex sterka leikmenn í sumar.

1-0 tap Liverpool

Marco Boriello tryggði Roma 1-0 sigur á LIverpool í æfingaleik í nótt.

Sterling hetja Liverpool

Raheem Sterling skoraði eina mark Liverpool í sigri á Olympiakos á æfingarmóti í Bandaríkjunum.

Bertrand orðaður við Liverpool á ný

Vinstri bakvörðurinn Ryan Bertrand frá Chelsea er orðaður við Liverpool á ný í enskum fjölmiðlum í dag en talið er að Chelsea vilji átta milljónir punda fyrir enska bakvörðinn.

Lallana frá í allt að sex vikur

Adam Lallana, miðjumaðurinn knái, sem gekk í raðir Liverpool í sumar frá Southampton missir líklega af byrjun tímabilsins vegna hnémeiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×