Viðskipti innlent

Hvað kostar lánið þitt?

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tilkynningar-og greiðslugjöld af lánum eru aðeins hluti af þeim kostnaði sem lántakendur þurfa að leggja út fyrir, að frátöldum vöxtum og opinberum gjöldum.
Tilkynningar-og greiðslugjöld af lánum eru aðeins hluti af þeim kostnaði sem lántakendur þurfa að leggja út fyrir, að frátöldum vöxtum og opinberum gjöldum. Vísir
Þráinn Bertelsson, kvikmyndagerðarmaður, vakti athygli um liðna helgi á svokölluðum tilkynningar-og greiðslugjöldum bankanna. Hann og kona hans eru með tvö íbúðarlán hjá Arion banka og blöskraði honum að bankinn rukkaði annars vegar hann um 495 krónur í tilkynningar-og greiðslugjald og konuna hans annars vegar um 595 krónur.

Tilkynningar-og greiðslugjöld af lánum eru aðeins hluti af þeim kostnaði sem lántakendur þurfa að leggja út fyrir, að frátöldum vöxtum og opinberum gjöldum.

Vísir hefur tekið saman nokkur af þessum gjöldum en vakin er athygli á því að listinn er alls ekki tæmandi.

Áður en lán er tekið þarf lántakandi að standast greiðslumat og bankarnir rukka mismikið fyrir það:

Landsbankinn:

Greiðslumat einstaklinga vegna lána Landsbankans: 3.500 krónur

Greiðslumat hjóna/sambýlisfólks vegna lán Landsbankans: 5.000 krónur

Arion banki:

Greiðslumat einstaklinga: 5.700 krónur

Greiðslumat hjóna/sambýlisfólks: 8.300

Viðskiptavinir í Vildarþjónustu Arion banka fá 50% afslátt.

Íslandsbanki:

Greiðslumat einstaklinga: 5.000 krónur

Greiðslumat hjóna/sambýlisfólks: 7.000 krónur

Platínumvildar afsláttur er 50%.

Sjá einnig: Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað?

Bankarnir taka 1% þóknun vegna húsnæðislána. Vísir/Vilhelm
Hægt að fá afslátt af lántökugjaldi

Stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbanki, taka allir 2% af heildarupphæð láns í lántökugjald.

Í öllum bönkunum er þó afsláttur í boði fyrir félaga í vildarþjónustu:

Landsbankinn: Vörðu-og Námufélagar borga 1,7% í lántökugjald og greiðslur eru skuldfærðar á reikning.

Arion banki: Félagar í Gullþjónustu borga 1,7% í lántökugjald og félagar í Platinum-þjónustu 1,4%.

Íslandsbanki: Viðskiptavinir í Greiðsluþjónustu Íslandsbanka, og lánið er skuldfært af reikningi, borga 1,7% í lántökugjald.

Þá er 1% lántökugjald á húsnæðislánum hjá öllum bönkunum þremur. Í Landsbankanum er þó lántökugjald af húsnæðislánum 0,5% fyrir Vörðufélaga.

Skjalagerðin kostar sitt


Bankarnir taka svo ýmis gjöld vegna skjalagerðar lána.

Landsbankinn:

Útbúið skuldabréf, tryggingarveð eða handveð: 2.800 krónu

Arion banki:

Skuldabréf: 5.700 krónur

Tryggingarbréf eða afurðalánasamningur – stöðluð: 5.700 krónur

Íslandsbanki:

Útbúið skuldabréf, lánasamningur, tryggingarbréf eða handveð: 4.900 krónur

Allir bankarnir taka tilkynningar-og greiðslugjald vegna lána.Vísir/Valli
Ódýrast að skuldfæra lánið og fá greiðsluseðil ekki sendan

Allir bankarnir taka svo tilkynningar-og greiðslugjald vegna lána. Hvergi kemst lántakandi hjá því að greiða slíkt gjald en ódýrast virðist vera að láta skuldfæra lánið og fá greiðsluseðil ekki sendan. 

Landsbankinn:

Tilkynningar-og greiðslugjald, lán skuldfært, greiðsluseðill ekki sendur: 120 krónur

Tilkynningar-og greiðslugjald, lán skuldfært, greiðsluseðill sendur: 235 krónur

Tilkynningar-og greiðslugjald, lán ekki skuldfært, greiðsluseðill ekki sendur: 520 krónur

Tilkynningar-og greiðslugjald, lán ekki skuldfært, greiðsluseðill sendur: 635 krónur

Arion banki:

Rafrænn greiðsluseðill, lán í skuldfærslu: 120 krónur

Greiðsluseðill sendur, lán í skuldfærslu: 220 krónur

Rafrænn greiðsluseðill, lán ekki í skuldfærslu: 495 krónur

Greiðsluseðill sendur, lán ekki í skuldfærslu: 595 krónur

Íslandsbanki:

Skuldfært af reikningi, netyfirlit: 130 krónur

Skuldfært af reikningi, pappírsyfirlit: 230 krónur

Greitt með greiðsluseðli, netyfirlit: 495 krónur

Greitt með greiðsluseðli, pappírsyfirlit: 595 krónur


Tengdar fréttir

Arion banki hættir við hækkanir

Arion banki hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaðar hækkanir á gjaldskrá bankans en þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×