Lífið

Hvað gerist þegar þú sýður snjallsíma?

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Það tók iPhone símann um tíu sekúndur að slökkva á sér en Samsung Galaxy síminn entist í um það bil mínútu.
Það tók iPhone símann um tíu sekúndur að slökkva á sér en Samsung Galaxy síminn entist í um það bil mínútu.
Hversu lengi endist snjallsími í sjóðandi vatni? Þessari spurningu svaraði YouTube notandinn TechRax þegar hann lét iPhone 6 og Samsung Galaxy S6 síma í sjóðandi vatn.

Það tók iPhone símann um tíu sekúndur að slökkva á sér en Samsung Galaxy síminn entist í um það bil mínútu í vatninu áður slokknaði á honum.

Þetta var þó ekki eina tilraunin sem TechRax gerði því símarnir voru skolaðir með köldu vatni og síðan reynt að kveikja á þeim.

Fyrir einhverjar hálf ótrúlegar sakir kveikti iPhone síminn á sér, sýndi Apple merkið, án þess þó að klára ferlið. Samsung Galaxy síminn virkaði hins vegar ekki.

Niðurstaðan af prófuninni er hins vegar afar einföld: Ekki sjóða snjallsímann þinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×