Körfubolti

Hvað er í húfi í kvöld?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur.
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. vísir/vilhelm
Auk rimmu Stjörnunnar og Keflavíkur um annað sæti deildarinnar kemur í ljós í kvöld hvort Snæfell eða Grindavík verður síðasta liðið inn í úrslitakeppnina.

Bæði lið eru með sextán stig en ef liðin verða jöfn að stigum eftir leikina í kvöld mun Snæfell fara áfram þar sem að liðið vann báða leiki sína gegn Grindavík í vetur.

Snæfellingar leika gegn sterku liði Þórs í Þorlákshöfn en Grindvíkingar taka á móti Njarðvík á heimavelli. Öruggt er að Njarðvík endar í sjöunda sæti deildarinnar og hefur liðið því ekki að neinu að keppa.

Þór og Tindastóll eru jöfn að stigum í 5. og 6. sæti og skipta því leikir liðanna í kvöld miklu. Stólarnir mæta FSu á útivelli, en FSu og Höttur eru bæði fallin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×