LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 13:15

Vettel: Ég held ađ ráspóllinn hafi veriđ utan seilingar

SPORT

Hvađ á nýja ríkisstjórnin ađ heita?

 
Innlent
15:57 10. JANÚAR 2017
Ljóst er ađ ný ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks, Viđreisnar og Bjartrar framtíđar mun taka viđ á Bessastöđum á morgun.
Ljóst er ađ ný ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks, Viđreisnar og Bjartrar framtíđar mun taka viđ á Bessastöđum á morgun. VÍSIR/ERNIR

Ljóst er að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar mun taka við störfum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun.

Ríkisstjórnir hafa oft fengið smellin viðurnefni. Til að mynda var ráðuneyti Björns Þórðarsonar oft nefnt Utanþingsstjórnin eða Coca Cola-stjórnin og margir vilja nefna fráfarandi ríkisstjórn Wintris-stjórnina.

Þá var fimmta ráðuneyti Ólafs Thors, sem tók við árið 1959, oftast kallað Viðreisn, líkt og sá flokkur sem mun taka við þremur ráðuneytum á morgun.

Því spyr Vísir nú, hvað á nýja ríkisstjórnin að heita? Vísir tók saman nokkrar hugmyndir að viðurnefnum fyrir hina nýju ríkisstjórn í samráði við álitsgjafa.

Við hvetjum lesendur til að bæta við hugmyndum í athugasemdakerfið hér fyrir neðan og bætum við svarmöguleikum eins og auðið er.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Hvađ á nýja ríkisstjórnin ađ heita?
Fara efst