Skoðun

Hvað á ég að gera?

Josefa Sroka skrifar
Ég er heyrnarlaus kona og hef verið óvinnufær síðan í desember 2013 vegna krabbameins sem ég er að berjast við. Ég skrifa þessar línur því ég get ekki lengur orða bundist yfir framkomu Tryggingastofnunar ríkisins. Þær upplýsingar sem ég fæ frá Tryggingastofnun um samspil tekna og örorkubóta og hvenær tekjur skerða bætur eru vægast sagt lélegar.

Ég er ennþá í meðferð vegna krabbameinsins og hef þurft að borga háar upphæðir í lyfjakostnað vegna meðferðarinnar. Á meðan ég gat unnið lagði ég fyrir viðbótarlífeyrissparnað. Ég ákvað því að taka út hluta af viðbótarsparnaðinum til að geta greitt fyrir lyfin, fæði og húsnæði. Viðbótarlífeyrissparnaður reiknaðist sem tekjur og Tryggingastofnun hefur krafið mig um mörg hundruð þúsund í endurgreiðslu. Ég hef áður fengið kröfu um endurgreiðslu þó svo að ég sé óvinnufær. Ég hef ítrekað sótt um niðurfellingu þessara krafna vegna þeirra aðstæðna sem ég er í en fæ alltaf synjun.

Krafa Tryggingastofnunar um endurgreiðslu þýðir að ég fæ svo litlar bætur að ég get ekki greitt fyrir húsnæði, fæði og kostnað sem fylgir krabbameinsmeðferðinni. Ég bara spyr hvað á ég að gera?




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×