Lífið

Hvað á barnið að heita?

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hver og einn kjóll er einstakur.
Hver og einn kjóll er einstakur. Mynd/úr einkasafni
Sýning á skírnar- og nafnakjólum Berglindar Birgisdóttur verður opnuð á morgun, laugardag í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi klukkan 14.

Kjólarnir eru saumaðir úr endurunnu efni sem á sér sína sögu. Gömul sængurver, dúkar, munnþurrkur, milliverk og gardínur eru meðal þess sem nýtt er í kjólasauminn.

Grunnsniðið er einfalt en útlit kjólanna ræðst af efnisvalinu. Hvort sett er pífa neðan á kjól, blúnda eða milliverk í hann miðjan, fer líka eftir lögun og mynstri efnisins.

Galdurinn felst í næmu auga fyrir því að nýta gamlan og slitinn textíl, jafnvel götóttan og blettóttan, og færa þannig gamla sögu í nýjan búning. Engir tveir kjólar eru eins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×