FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ NÝJAST 16:19

Sakađi nágranna um póststuld og réđst á hann

FRÉTTIR

Hvađ á ađ standa á rútu íslensku strákanna á EM í Frakklandi?

 
Fótbolti
13:00 25. FEBRÚAR 2016
Hvađ á ađ standa á rútu íslensku strákanna á EM í Frakklandi?
MYND/KSÍ

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er á leiðinni á Evrópumótið í Frakklandi í sumar og Knattspyrnusamband Ísland segir frá því á heimasíðu sinni að leit standi yfir að slagorði íslenska liðsins fyrir EM.

Ísland er í riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi á móti í Frakklandi og fyrsti leikur strákanna er á móti Portúgal 14. júní.

Slagorðið sem verður fyrir valinu verður sett á hliðina á rútu íslenska liðsins sem mun flytja íslenska hópinn á milli staða í Frakklandi en íslenska liðið hefur heimastöð í borginni Annecy rétt hjá landamærum Frakklands og Sviss.

UEFA og Hyundai eru með skemmtilegan leik sem snýst um að búa til öflugt slagorð fyrir þjóðirnar sem leika á EM og mun slagorðið sem er valið frá hverri þjóð vera prentað á rútu viðkomandi liðs.

Þátttökufrestur er til 1. mars og því borgar sig að leggja hausinn í bleyti og koma með flott slagorð fyrr en síðar.

Það er hægt að smella hérna til að skoða reglurnar og hvernig það á að skila inn slagorðinu en sá sem verður hlutskarpastur gæti unnið miða á EM í boði Hyundai ásamt öðrum gjöfum.
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Hvađ á ađ standa á rútu íslensku strákanna á EM í Frakklandi?
Fara efst