Enski boltinn

Huth tryggði Leicester sigur á White Hart Lane | Úrslit kvöldsins í enska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robert Huth fagnar sigurmarki sínu með liðsfélögum hans í Leicester.
Robert Huth fagnar sigurmarki sínu með liðsfélögum hans í Leicester. Vísir/Getty
Lokamínútur í leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni voru góðar fyrir Leicester City sem tryggði sér sigur á Tottenham á sama tíma og Liverpool jafnaði metin á móti Arsenal.

Úrslit kvöldsins þýða að Arsenal og Leicester City eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar, bæði með 43 stig, en Arsenal hefur betri markatölu.

Robert Huth skoraði sigurmark Leicester City á móti Tottenham á White Hart Lane en markið skoraði hann með skalla á 83. mínútu með góðum skalla eftir hornspyrnu Marc Albrighton.

Arsenal virtist vera að landa sigri á móti Liverpool eftir tvö mörk frá Olivier Giroud en varamaðurinn Joe Allen tryggði Liverpool eitt stig. Roberto Firmino kom Liverpoool tvisvar yfir í fyrri hálfleiknum.

Jermain Defoe skoraði þrennu fyrir Sunderland sem vann 4-2 útisigur á Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea City sem þurftu að spila manni færri frá 37. mínútu. Gylfi jafnaði metin með marki út vítaspyrnu á 21. mínútu.

Stoke komst upp í sjöunda sætið eftir 3-1 heimasigur á Norwich City þar sem öll mörkin komu í seinni hálfleiknum.

Shane Long og Dusan Tadic skoruðu mörk Southampton en liðið er í nú tólfta sætinu aðeins einu stigi á efrir Everton (11.sæti) og fjórum stigum á eftir Liverpool (9. sæti).



Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni:

Chelsea - West Bromwich    2-2

1-0 César Azpilicueta (20.), 1-1 Craig Gardner (33.), 2-1 Sjálfsmark  Gareth McAuley (73.), 2-2  James McClean (86.).

Manchester City - Everton    0-0

Southampton - Watford    2-0

1-0 Shane Long (17.), 2-0 Dusan Tadic (73.).

Stoke - Norwich    3-1

1-0  Jonathan Walters (49.), 1-1 Jonny Howson (55.), 2-1 Joselu (67.), 3-1 Sjálfsmark (78.).

Swansea - Sunderland    2-4

0-1 Jermain Defoe (3.), 1-1 Gylfi Sigurðsson (21.), 2-1 André Ayew (40.), 2-2 Patrick van Aanholt (49.), 2-3 Jermain Defoe (61.), 2-4 Jermain Defoe (85.).

Liverpool - Arsenal    3-3

1-0 Roberto Firmino (10.), 1-1 Aaron Ramsey (14.), 2-1 Roberto Firmino (19.), 2-2 Olivier Giroud (25.), 2-3 Olivier Giroud (55.), 3-3 Joe Allen (90.).

Tottenham - Leicester    0-1

0-1 Robert Huth (83.)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×