Viðskipti innlent

Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alls hækkaði fasteignaverð um sex prósent á heimsvísu á síðustu ári.
Alls hækkaði fasteignaverð um sex prósent á heimsvísu á síðustu ári. vísir/vilhelm
Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland er efst á lista Knight Frank frá því að mælingar hófust.

Alls var hækkunin 14,7 prósent og í skýrslu Knight Frank segir að styrking efnahagsins hér á landi og aukinn áhugi erlendra fjárfesta er talinn vera helsta skýring þeirra miklu hækkana sem hér hafa orðið á húsnæðisverði að mati skýrsluhöfunda.

Reikna skýrsluhöfundar með því að fasteignaverð hér á landi muni hækka frekar. Næst á eftir Íslandi situr Nýja-Sjáland en þar hækkaði húsnæðisverð um 12,7 prósent. Á heimsvísu hækkaði húsnæðisverð um sex prósent að meðaltali á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×