Viðskipti erlent

Húsnæðisverð hækkað 13 sinnum hraðar en laun í Bandaríkjunum

Finnur Thorlacius skrifar
Bandarískt heimili.
Bandarískt heimili.
Það er ekki bara á Íslandi sem húsnæðisverð hefur hækkað óhóflega að undanförnu. Í Bandaríkjunum hækkaði verð á húsnæði 13 sinnum meira en laun í landinu frá öðrum ársfjórðungi ársins 2012 til sama fjórðungs í fyrra. Á þessum tíma hækkuðu laun um 1,3% en húsnæði um 17%.

Eins og hér á landi er stærsti áhrifaþátturinn í þessari hækkun húsnæðisverðs kaup fjárfesta á húsnæði sem þau síðan leigja út. Auk þess hefur mjög aukist að erlendir ríkisborgarar hafi keypt húsnæði á háu verði í Bandaríkjunum og það gjarnan með reiðufé.

Einn áhrifaþáttur enn er sá að vextir eru nú óvenju lágir í Bandaríkjunum og það hefur hvatt kaupendur húsnæðis til fjárfestinga og ákveðin samkeppni hefur myndast milli þeirra sem keyrt hefur upp verð fasteigna.

Áhrif þessa alls er að erfiðara er fyrir hinn almenna borgar í Bandaríkjunum að eignast sitt eigið húsnæði og meira að ráðstöfunarfé þess fer í húsnæðiskostnað. Ekkert ósvipuð staða og hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×