Innlent

Húsmæðraorlof er tímaskekkja ítreka Hvergerðingar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri í Hveragerði.
Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri í Hveragerði.
Orlofsnefnd húsmæðra hefur sent Hveragerðisbæ reikning upp á tæplega 246 þúsund krónur sem á að vera framlag bæjarins til húsmæðraorlofs á þessu ári. Bæjarráðið fagnaði ekki reikningnum.

„Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir sínar vegna þessa máls og lýsir enn og aftur furðu sinni á þeirri tregðu löggjafarvaldsins að afnema lög um húsmæðraorlof sem að flestra mati eru fullkomlega úr takti við nútímann og ekki síður á skjön við gildandi lög um jafnrétti kynjanna,“ segir í bókun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×