Innlent

Húsleitir og handtökur hér á landi vegna steraframleiðslu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hluti þeirra efna sem bandaríska lyfjaeftirlitið hefur lagt hald á í aðgerðum sínum.
Hluti þeirra efna sem bandaríska lyfjaeftirlitið hefur lagt hald á í aðgerðum sínum. vísir/epa
Húsleitir voru gerðar á nokkrum stöðum hér á landi í gær í tengslum við aðgerðir lögregluyfirvalda víða um heim vegna steraframleiðslu og efni gerð upptæk.

Nokkrir voru jafnframt handteknir hér í aðgerðum lögreglu og færðir til skýrslutöku en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir einhverjum þeirra, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Frá því var greint í erlendum miðlum í gærkvöldi að bandaríska fíkniefnalögreglan, DEA, hefði handtekið 90 manns og lokað 16 ólöglegum efnaverksmiðjum í aðgerðum gegn steraframleiðslu og framleiðslu annarra efna sem ætluð eru til að bæta árangur fólk í íþróttum.

Í tilkynningu frá DEA kom fram að hundruð kílóa og þúsundir lítra af efnum hefðu verið gerð upptæk í yfir 20 fylkjum Bandaríkjanna á seinustu fimm mánuðum.

Uppfært klukkan 11.25: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að DEA væri bandaríska lyfjaeftirlitið. Hið rétta er að um fíkniefnalögregluna í Bandaríkjunum er að ræða og hefur þetta verið leiðrétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×