Viðskipti innlent

Húsaleiga hækkað minna en kaupverð á undanförnum mánuðum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kaupverð fjölbýlis hefur hækkað 7,5 prósent meira en leiguverð frá upphafi árs 2011.
Kaupverð fjölbýlis hefur hækkað 7,5 prósent meira en leiguverð frá upphafi árs 2011. Vísir/GVA
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 8,5 prósent á 12 mánaða tímabili frá október 2015, en á sama tíma hefur söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 13,6 prósent. Kaupverð húsnæðis hefur því hækkað nokkuð meir en húsaleiga á tímabilinu en greint er frá þessu í nýrri Hagsjá Landsbankans.

Í Hagsjánni kemur fram að breytingar á leiguverði fjölbýlis annars vegar og kaupverði fjölbýlis hins vegar höfðu fylgst nokkuð náið að allt frá árinu 2011 þegar farið var að birta vísitölu neysluverðs.

Um mitt sumar í fyrra mældist svo nokkur lækkun á húsaleigu þannig að vísitala leiguverðs dróst aftur úr vísitölu kaupverð. Það sama gerðist svo síðastliðið vor og hefur því kaupverð fjölbýlis hækkað 7,5 prósent meira en leiguverð frá upphafi árs 2011.

„Vísitala leiguverðs er byggð á þinglýstum samningum um húsaleigu og á að sýna þau leiguverð sem eru í gangi hverju sinni,“ að því er segir í Hagsjánni. Hins vegar er það svo að fjöldi þinglýstra leigusamninga er nokkuð breytilegur eftir mánuðum og mælingarnar byggja þar af leiðandi á mistraustum grunni.

Nánar má lesa um vísitölu leiguverðs og kaupverðs í Hagsjá Landsbankans hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×