Innlent

Hús á Vatnsstíg í ljósum logum

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Eins og sjá má leggur reykinn yfir miðborgina.
Eins og sjá má leggur reykinn yfir miðborgina. Mynd/Kristján

Hús á Vatnsstíg stendur í ljósum logum og leggur reykinn yfir miðbæinn, samkvæmt upplýsingum frá fréttamanni Vísis á staðnum. Eldtungur teygja sig að sögn út um efri hæð hússins, en þetta mun vera sama hús og hústökufólk lagði undir sig fyrr á árinu.

Sjúkralið, slökkvilið og lögregla er á staðnum, en nokkur fjöldi fólks stendur hjá og fylgist með. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði eru um sex reykkafarar inni í húsinu að ganga úr skugga um að enginn sé í hættu.

Tekist hefur að hefta útbreiðslu eldsins, en enn þarf að rjúfa þak hússins svo hægt sé að slökkva í honum. Slökkvistarf heldur áfram.

Hljómsveitin Dr. Spock er með tónleika á kránni Dillon rétt hjá svo slökkvistarfið fer fram undir glymjandi rokktónlist.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×