Innlent

Hunter fundinn

Bjarki Ármannsson skrifar
Árni segir að Hunter sé í góðu ásigkomulagi.
Árni segir að Hunter sé í góðu ásigkomulagi.
„Það var smá eltingaleikur fyrst, en svo gaf hann sig,“ segir Árni Stefán Árnason lögfræðingur, örlítið móður eftir heppnaða leit að Border Collie-hundinum Hunter sem slapp úr búri sinu á Flugstöð Leifs Eiríkssonar á föstudag.

Hunters var leitað vel og lengi en hann fannst í kvöld eftir ábendingu sem barst leitarhópnum fyrr í dag. Eigandi hans var með í för og sá hún um að fanga hann. Að sögn Árna er Hunter í góðu ásigkomulagi.

„Hann haltrar smá á vinstri, en það er bara eftir margra daga ferðalag,“ segir hann. Að sögn Árna fannst hundurinn við Gálgaklett á Hvalsnesi, í um tíu kílómetra fjarlægð frá flugstöðinni.


Tengdar fréttir

"Leitin algjörlega stjórnlaus“

Hvorki tangur né tetur hefur fundist af hundinum Hunter sem slapp úr búri sínu á föstudaginn þrettánda júní síðastliðinn á Keflavíkurflugvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×